Playa de las Americas

Catalonia Oro Negro er vel staðsett hótel með góða aðstöðu fyrir fullorðna og börn. Úrval veitinga, mikil afþreying, stór sundlaug með verönd til sólbaða. 
 

Aðstaða

Góð aðstaða á hótelinu. Sundlaugin er stór með sér svæði fyrir börnin, við sundlaugina er góð verönd til sólbaða. Á hótelinu er líkamsrækt, heilsulind þar sem hægt er að fá nudd, þvottavélar og þurrkari o.fl.

Afþreying

Mikil afþreying fyrir fullorðna og börn. Krakkaklúbbur á hótelinu og leikvöllur fyrir börnin. Á kvöldin halda skemmtikraftar skemmtanir fyrir alla. Á hótelinu er hægt að fara í minigolf, pílukast, borðtennis, billjard og leigja hjól. Frítt WiFi

Herbergi

Herbergin eru rúmgóð með svölum eða verönd, sjónvarpi, öryggishólfi, síma, baðherbergi með hárþurrku og fleira. 

Veitingar

Morgunverðarhlaðborð: opið frá 7 á morgnanna til kl 10er með gott úrval af morgunverði. 

Oro Negro Restaurant: er með stórt hlaðborð í hádeginu og á kvöldin. Áhersla á að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Snack Bar: Úrval af klassískum réttum og gómsætum tapasréttum sem hægt er að skola niður með góðum kokteil eða öðrum drykk. Á barnum er sjónvarp með íþróttarás. 

Show Bar: gamanið heldur áfram á show bar en hann er með kvöldskemmtun og er opinn frá 20:30 á kvöldin til 1 að nóttu.

Pool Bar: staðsett við laugina, þar eru drykkir og snarl. 

Staðsetning:

Stutt í Las Americas golfvöllinn (0.5 km), Siam Park (0.9 km), Safari verslunarmiðstöðina (0.9 km). La pinta ströndin er í 2 km fjarlægð frá hótelinu. 

Upplýsingar

Av. Arquitecto Gómez Cuesta, 14, 38650 Arona, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort